Erlent

Framkvæmdastjóri Nato varar Donald Trump við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato. Vísir/Getty
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (Nato) hefur varað Donald Trump, næsta forseta Bandaríkjanna, við að framfylgja þeirri stefnu gagnvart Nato sem hann boðaði í kosningabaráttunin í Bandaríkjunum.

Trump sagði ítrekað fyrir nýafstaðnar kosningarnar í Bandaríkjunum að herbandalagið væri úrelt og krafðist hann þess að önnur bandalagsríki myndu taka aukinn þátt í kostnaðinum við rekstur bandalagsins. Þá hefur hann einnig sagt að hann myndi hugsa sig tvisvar um áður en að hann myndi senda Bandaríkin til varnar annarra aðildarríkja í tilefni árasar.

Myndi það brjóta í bága við grundvallarákvæði í Atlantshafssamningnum sem segir að ríki Nató líti á árás á annað aðildarríki sem árás gegn öllum ríkjum bandalagsins.

Stoltenberg tekur undir með Trump að það gæti verið gott fyrir önnur ríki að taka aukinn þátt í kostnaðinum við Nato. Það sé þó ekki í boði fyrir Bandaríkin né Evrópuríki að verða sér á báti hvað varðar öryggismál, það væru hagsmunir beggja aðila að tryggja frið í Evrópu.

Sagði Stoltenberg að Evrópa stæði nú frammi fyrir einni mestu ógn í öryggismálum sem sést hafi í langan tíma.

„Það er ekki í boði fyrir Evrópu né Bandaríkin að verða sér á báti í öryggismálum. Nú er ekki tíminn til þess að draga í efa samstarf Bandaríkjanna og Evrópu. “

 


Tengdar fréttir

Ísland gæti glatað öflugum bandamanni

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst segir Trump hafa talað fyrir mikilli einangrunarstefnu í utanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×