Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 16:53 Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira