Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 21:49 Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. Spennustigið var hátt í leiknum á Karaiskakis leikvanginum í Piraeus en Bosníumenn gátu jafnað við Grikki að stigum með sigri. Grikkir höfðu fyrir leikinn unnið alla sína þrjá leiki en Bosníumenn höfðu unnið alla leiki nema þann sem tapaðist á móti gríðarlega sterku liði Belga. Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður Grikkja, endaði á nærbuxunum á 75. mínútu leiksins eftir að Edin Dzeko hreinlega girti niður um hann eftir að þeir lentu í átökum um boltann. Dzeko lá þá í grasinu og var búinn að fá aukaspyrnu eftir brot Grikkja. Sokratis kom þá aðvífandi og reyndi að hrifsa boltann af honum. Dzeko greip þá í stuttbuxur Sokratis og girti niður um hann. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þetta ótrúlega atvik. Í framhaldinu varð allt vitlaust og bæði Edin Dzeko og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fengu að líta rauða spjaldið. Það tók samt sænska dómarann Jonas Eriksson dágóða stund að leysa úr öllu enda var mönnum mjög heitt í hamsi. Edin Dzeko fékk þarna sitt annað gula spjald en hann gæti mögulega verið á leið í nokkra leikja bann ákveði aganefnd UEFA að taka hart á framkomu hans í kvöld. Staðan var 1-0 fyrir Bosníumenn þegar allt varð vitlaust en markið var sjálfsmark markvarðar Grikkja á 32. mínútu leiksins. Grikkir náðu hinsvegar að jafna metin í lokin og tryggja sér eitt stig. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira
Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. Spennustigið var hátt í leiknum á Karaiskakis leikvanginum í Piraeus en Bosníumenn gátu jafnað við Grikki að stigum með sigri. Grikkir höfðu fyrir leikinn unnið alla sína þrjá leiki en Bosníumenn höfðu unnið alla leiki nema þann sem tapaðist á móti gríðarlega sterku liði Belga. Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður Grikkja, endaði á nærbuxunum á 75. mínútu leiksins eftir að Edin Dzeko hreinlega girti niður um hann eftir að þeir lentu í átökum um boltann. Dzeko lá þá í grasinu og var búinn að fá aukaspyrnu eftir brot Grikkja. Sokratis kom þá aðvífandi og reyndi að hrifsa boltann af honum. Dzeko greip þá í stuttbuxur Sokratis og girti niður um hann. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þetta ótrúlega atvik. Í framhaldinu varð allt vitlaust og bæði Edin Dzeko og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fengu að líta rauða spjaldið. Það tók samt sænska dómarann Jonas Eriksson dágóða stund að leysa úr öllu enda var mönnum mjög heitt í hamsi. Edin Dzeko fékk þarna sitt annað gula spjald en hann gæti mögulega verið á leið í nokkra leikja bann ákveði aganefnd UEFA að taka hart á framkomu hans í kvöld. Staðan var 1-0 fyrir Bosníumenn þegar allt varð vitlaust en markið var sjálfsmark markvarðar Grikkja á 32. mínútu leiksins. Grikkir náðu hinsvegar að jafna metin í lokin og tryggja sér eitt stig.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira