Línur Trumps farnar að skýrast Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Trump ásamt Reince Priebus og Mike Pence, verðandi varaforseta. vísir/afp Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44