Varnartröll Í NFL-deildinni fór grátandi af velli í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 12:45 Luke Kuechly var niðurbrotinn þegar hann var keyrður út af vellinum. Vísir/Getty Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty
NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira