Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Anton Egilsson skrifar 19. nóvember 2016 17:26 Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton. Vísir/GETTY Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira