Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 18:36 Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48