Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 18:36 Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48