Sport

Tiger snýr aftur í næsta mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lífið hefur ekki leikið við Tiger síðustu mánuði en nú sér hann fram á bjartari tíma.
Lífið hefur ekki leikið við Tiger síðustu mánuði en nú sér hann fram á bjartari tíma. vísir/getty
Það er farið að styttast í að Tiger Woods taki þátt í golfmóti en það mun gerast í desember.

Tiger hefur boðað komu sína á Hero World Challenge-mótið í næsta mánuði. Mótið fer fram á Bahamas og er haldið af Tiger sjálfum. Aðeins 18 kylfingar fá að taka þátt og ágóði mótsins rennur í styrktarsjóð Tigers.

Þetta verður fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan í ágúst á síðasta ári. Biðin hefur verið löng og endurkoman erfið fyrir Tiger.

Tiger hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir á baki síðan hann spilaði síðast.

Þetta mót er boðsmót fyrir stjörnur og þar verða flestir þeir bestu. Dustin Johnson, Henrik Stenson, Jimmy Walker og Jordan Spieth. Allra augu verða þó á Tiger. Hann ætlaði að taka þátt í þremur mótum fyrir þetta mót en varð að draga sig úr þeim öllum þar sem hann var ekki tilbúinn.

Tiger er kominn niður í 831. sætið á heimslistanum og leiðin á toppinn aftur er löng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×