NBA-liðin náðu ekki sambandi við Pétur sem var að spila heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 12:00 Pétur Guðmundsson. Vísir/Hari Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira