Misjöfn viðbrögð við MacBook Pro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Snertisláin á MacBook Pro er nýjung sem fær misjafnar viðtökur. Nordicphotos/AFP „Apple var að segja heimsbyggðinni allri að þar hefðu menn ekki hugmynd um tilgang MacBook.“ Svona hljómar fyrirsögnin á einni mest lesnu grein vikunnar á skoðanagreinamiðlinum Medium. Þar skrifar Owen Williams, tækniblaðamaður hjá Charged, um nýjustu útgáfu tæknirisans Apple af fartölvunni MacBook Pro. Fleiri tækniblaðamenn og bloggarar hafa tekið í sama streng. Greinar og fréttir sem draga fram galla tölvunnar og kynningar Apple á henni eru meðal þeirra mest lesnu á öllum stærstu tæknifréttamiðlum heims, til að mynda Cnet, Techcrunch og Verge.Snertislá, ekki snertiskjárHelsta nýjungin sem Apple kynnti á blaðamannafundi í síðustu viku var breyting á lyklaborði MacBook Pro. Í stað efstu raðar lyklaborðsins, þar sem Esc-takkinn er meðal annars, kemur snertislá. Sláin er tiltölulega mjó og nær þvert yfir tölvuna. Hún virkar eins og lítill, ílangur snertiskjár og breytast notkunarmöguleikar hennar eftir því hvaða forrit er opið hverju sinni. Til að mynda munu fjölmargir broskallar (e. emojis) birtast ef maður er að senda einhverjum skilaboð.Ný MacBook Pro í allri sinni dýrð.Nordicphotos/AFPAuk snertislárinnar er tölvan búin betri örgjörva en fyrirrennari hennar. Hins vegar hefur vinnsluminnið ekki aukist að sama skapi. Sextán gígabæt af vinnsluminni má finna í dýrustu útgáfunni og segir Apple það gert til þess að hámarka rafhlöðuendingu, allt að tíu klukkutíma. Það þýðir hins vegar að tölvan er kraftminni fyrir vikið. Þrátt fyrir það er hún öllu kraftmeiri en fyrri útgáfa MacBook Pro, auk þess að vera þynnri og með betri skjáupplausn. Microsoft kynnti einnig nýja fartölvu sína, Surface Book, í síðustu viku. Útlit er fyrir að hún sé öllu kraftmeiri en hin nýja MacBook Pro. Í stað snertislárinnar er sú tölva einfaldlega með snertiskjá. „Á meðan Microsoft leyfir þér að snerta allan skjáinn neyðir Apple þig til að líta niður á lyklaborðið. Undarlegt,“ skrifar einn tækniblaðamaður. „Að horfa á plötusnúð nota snertislá á tölvunni sinni á meðan hann spilar tónlist er bara vandræðalegt,“ skrifar annar. Viðbrögð við snertislánni eru þó ekki öll neikvæð. Á meðan sumir kalla hana einfalt sölubragð þá segja aðrir að hún gæti verið mjög heillandi fyrir almenna notendur. Þá er hún einnig útbúin fingrafaraskanna sem eykur öryggi notenda. Skjár tölvunnar hefur einnig hlotið mikið lof fyrir skjá sinn sem og rafhlöðuendinguna.Markaðurinn ranghverfistApple hefur lengi verið það tæknifyrirtæki sem höfðar umfram allt til fólks sem starfar í skapandi greinum. Á sama tíma hafa tölvur útbúnar stýrikerfum Microsoft selst betur á meðal hins almenna borgara. Nú virðist það vera að breytast. Þetta sést einna best á auglýsingum fyrirtækjanna. Annars vegar fyrir MacBook Pro og hins vegar fyrir nýja borðtölvu Microsoft, Surface Studio. Sú er með 28 tommu snertiskjá og er sérhönnuð fyrir hönnuði og listamenn.Kynningarmyndbandið fyrir Surface Studio sýnir listamenn nota tölvuna til að hanna byggingar, teikna myndir og svo framvegis. Á meðan heyrist rödd tala yfir kynningarmyndbandi MacBook Pro um einfaldleika tölvunnar og hversu kraftmikil hún sé. Upphafsorð Satya Nadella, forstjóra Microsoft, hljóma mun minna eins og eitthvað sem Steve Ballmer fyrirrennari hans myndi segja og meira eins og Steve Jobs, sem stýrði Apple áður en hann lést árið 2011. „Við sem fyrirtæki stöndum með þeim sem hanna, þeim sem byggja og þeim sem skapa,“ sagði Nadella. Þrátt fyrir það er því spáð að hin nýja MacBook Pro muni seljast einkar vel þar sem hún höfðar til breiðari hóps. Því er hins vegar velt upp í helstu tæknifréttaveitum hvort Microsoft sé að sölsa undir sig listamannamarkaðinn.Fjarlægja fleiri innstungurFyrr í haust kynnti Apple nýjan iPhone. Mikla athygli vakti að síminn er ekki búinn 3,5 mm heyrnartólainnstungu eins og flestallir símar heldur munu notendur þurfa að tengja heyrnartól sín við hleðsluinnstunguna eða nota þráðlaus heyrnartól. Apple tilkynnti einnig í vikunni að fyrirtækið myndi ekki setja sín eigin þráðlausu heyrnatól á markað eins fljótt og við var búist þar sem enn er verið að fullkomna þau. Einnig gerir Apple breytingar á innstungum MacBook Pro. Hin sígilda segulinnstunga fyrir hleðslutæki er horfin og í stað hennar kemur USB-C hleðsluinnstunga. Þá er HDMI-innstungan, sem flestir nota til að tengja tölvu sína við sjónvarp, einnig horfin sem og innstungan fyrir SD-minniskort, Thunderbolt 2 innstungurnar og venjulegar USB-innstungur. Í staðinn eru nú fjórar USB-C innstungur. Hins vegar er heyrnartólainnstungan á tölvunni enn til staðar, öfugt við hinn nýja iPhone.Innvols dýrustu útgáfu2,9 GHz fjögurra kjarna Intel Core i7 örgjörvi16 GB vinnsluminni2TB SSD geymsludrifRadeon Pro 460 4GB skjákortFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Óljóst notagildi snjallúra veldur minnkandi sölu Markaðshlutdeild Apple Watch minnkar um þrjátíu prósentustig. Milljónum færri snjallúr seldust á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er sögð óljóst notagildi úranna. Snjallúr Garmin seljast hins 27. október 2016 07:00 Apple lak óvart myndum af nýrri MacBook Tölvan verður með snertiskjá yfir lyklaborðinu. 26. október 2016 13:16 Emojiar við fingurgómana á nýrri tölvu Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstakri kynningu fyrr í dag. 27. október 2016 19:10 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Apple var að segja heimsbyggðinni allri að þar hefðu menn ekki hugmynd um tilgang MacBook.“ Svona hljómar fyrirsögnin á einni mest lesnu grein vikunnar á skoðanagreinamiðlinum Medium. Þar skrifar Owen Williams, tækniblaðamaður hjá Charged, um nýjustu útgáfu tæknirisans Apple af fartölvunni MacBook Pro. Fleiri tækniblaðamenn og bloggarar hafa tekið í sama streng. Greinar og fréttir sem draga fram galla tölvunnar og kynningar Apple á henni eru meðal þeirra mest lesnu á öllum stærstu tæknifréttamiðlum heims, til að mynda Cnet, Techcrunch og Verge.Snertislá, ekki snertiskjárHelsta nýjungin sem Apple kynnti á blaðamannafundi í síðustu viku var breyting á lyklaborði MacBook Pro. Í stað efstu raðar lyklaborðsins, þar sem Esc-takkinn er meðal annars, kemur snertislá. Sláin er tiltölulega mjó og nær þvert yfir tölvuna. Hún virkar eins og lítill, ílangur snertiskjár og breytast notkunarmöguleikar hennar eftir því hvaða forrit er opið hverju sinni. Til að mynda munu fjölmargir broskallar (e. emojis) birtast ef maður er að senda einhverjum skilaboð.Ný MacBook Pro í allri sinni dýrð.Nordicphotos/AFPAuk snertislárinnar er tölvan búin betri örgjörva en fyrirrennari hennar. Hins vegar hefur vinnsluminnið ekki aukist að sama skapi. Sextán gígabæt af vinnsluminni má finna í dýrustu útgáfunni og segir Apple það gert til þess að hámarka rafhlöðuendingu, allt að tíu klukkutíma. Það þýðir hins vegar að tölvan er kraftminni fyrir vikið. Þrátt fyrir það er hún öllu kraftmeiri en fyrri útgáfa MacBook Pro, auk þess að vera þynnri og með betri skjáupplausn. Microsoft kynnti einnig nýja fartölvu sína, Surface Book, í síðustu viku. Útlit er fyrir að hún sé öllu kraftmeiri en hin nýja MacBook Pro. Í stað snertislárinnar er sú tölva einfaldlega með snertiskjá. „Á meðan Microsoft leyfir þér að snerta allan skjáinn neyðir Apple þig til að líta niður á lyklaborðið. Undarlegt,“ skrifar einn tækniblaðamaður. „Að horfa á plötusnúð nota snertislá á tölvunni sinni á meðan hann spilar tónlist er bara vandræðalegt,“ skrifar annar. Viðbrögð við snertislánni eru þó ekki öll neikvæð. Á meðan sumir kalla hana einfalt sölubragð þá segja aðrir að hún gæti verið mjög heillandi fyrir almenna notendur. Þá er hún einnig útbúin fingrafaraskanna sem eykur öryggi notenda. Skjár tölvunnar hefur einnig hlotið mikið lof fyrir skjá sinn sem og rafhlöðuendinguna.Markaðurinn ranghverfistApple hefur lengi verið það tæknifyrirtæki sem höfðar umfram allt til fólks sem starfar í skapandi greinum. Á sama tíma hafa tölvur útbúnar stýrikerfum Microsoft selst betur á meðal hins almenna borgara. Nú virðist það vera að breytast. Þetta sést einna best á auglýsingum fyrirtækjanna. Annars vegar fyrir MacBook Pro og hins vegar fyrir nýja borðtölvu Microsoft, Surface Studio. Sú er með 28 tommu snertiskjá og er sérhönnuð fyrir hönnuði og listamenn.Kynningarmyndbandið fyrir Surface Studio sýnir listamenn nota tölvuna til að hanna byggingar, teikna myndir og svo framvegis. Á meðan heyrist rödd tala yfir kynningarmyndbandi MacBook Pro um einfaldleika tölvunnar og hversu kraftmikil hún sé. Upphafsorð Satya Nadella, forstjóra Microsoft, hljóma mun minna eins og eitthvað sem Steve Ballmer fyrirrennari hans myndi segja og meira eins og Steve Jobs, sem stýrði Apple áður en hann lést árið 2011. „Við sem fyrirtæki stöndum með þeim sem hanna, þeim sem byggja og þeim sem skapa,“ sagði Nadella. Þrátt fyrir það er því spáð að hin nýja MacBook Pro muni seljast einkar vel þar sem hún höfðar til breiðari hóps. Því er hins vegar velt upp í helstu tæknifréttaveitum hvort Microsoft sé að sölsa undir sig listamannamarkaðinn.Fjarlægja fleiri innstungurFyrr í haust kynnti Apple nýjan iPhone. Mikla athygli vakti að síminn er ekki búinn 3,5 mm heyrnartólainnstungu eins og flestallir símar heldur munu notendur þurfa að tengja heyrnartól sín við hleðsluinnstunguna eða nota þráðlaus heyrnartól. Apple tilkynnti einnig í vikunni að fyrirtækið myndi ekki setja sín eigin þráðlausu heyrnatól á markað eins fljótt og við var búist þar sem enn er verið að fullkomna þau. Einnig gerir Apple breytingar á innstungum MacBook Pro. Hin sígilda segulinnstunga fyrir hleðslutæki er horfin og í stað hennar kemur USB-C hleðsluinnstunga. Þá er HDMI-innstungan, sem flestir nota til að tengja tölvu sína við sjónvarp, einnig horfin sem og innstungan fyrir SD-minniskort, Thunderbolt 2 innstungurnar og venjulegar USB-innstungur. Í staðinn eru nú fjórar USB-C innstungur. Hins vegar er heyrnartólainnstungan á tölvunni enn til staðar, öfugt við hinn nýja iPhone.Innvols dýrustu útgáfu2,9 GHz fjögurra kjarna Intel Core i7 örgjörvi16 GB vinnsluminni2TB SSD geymsludrifRadeon Pro 460 4GB skjákortFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Óljóst notagildi snjallúra veldur minnkandi sölu Markaðshlutdeild Apple Watch minnkar um þrjátíu prósentustig. Milljónum færri snjallúr seldust á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er sögð óljóst notagildi úranna. Snjallúr Garmin seljast hins 27. október 2016 07:00 Apple lak óvart myndum af nýrri MacBook Tölvan verður með snertiskjá yfir lyklaborðinu. 26. október 2016 13:16 Emojiar við fingurgómana á nýrri tölvu Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstakri kynningu fyrr í dag. 27. október 2016 19:10 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00
Óljóst notagildi snjallúra veldur minnkandi sölu Markaðshlutdeild Apple Watch minnkar um þrjátíu prósentustig. Milljónum færri snjallúr seldust á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er sögð óljóst notagildi úranna. Snjallúr Garmin seljast hins 27. október 2016 07:00
Apple lak óvart myndum af nýrri MacBook Tölvan verður með snertiskjá yfir lyklaborðinu. 26. október 2016 13:16
Emojiar við fingurgómana á nýrri tölvu Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstakri kynningu fyrr í dag. 27. október 2016 19:10
Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44