Facebook birti fínasta ársfjórðungsuppgjör og hlutabréfin falla í verði Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 23:45 Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri og stofnandi Facebook. Vísir/GETTY Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira