Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:32 Obama á kosningafundinum í gær. vísir/epa Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00