Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sjötíu og tveir fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli í fyrra. Þetta er hlutfallslega mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er óvenjulegt því dregið hefur mikið úr notkun amfetamíns í lækningaskyni vegna tilkomu annarra hlyfja sem þjóna sama hlutverki.

Nánar er fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um kjaradeilu grunnskólakennara en uppsagnir eru þegar farnar að berast Reykjavíkurborg. Í einum grunnskóla hafa þrír kennarar sagt upp.

Þá verður einnig farið yfir stjórnarmyndunarviðræður formanna flokkanna en Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar á þriðjudag. Staðan er galopin en í fréttatímanum verður rætt við Bjarna, Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar og Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar.

Einnig verður litið vestur um haf en mikil harka er hlaupin í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum og hefur Donald Trump bætt við sig miklu fylgi í síðustu könnunum eftir að tölvupósthneyksli Hillary Clinton komst aftur upp á yfirborðið.

Í 19:10 strax að loknum fréttum ræðir Edda Andrésdóttir við Siglfirðinginn Birki Baldvinsson sem ólst upp í sárri fátækt en stundar nú milljarðaviðskipti og býr í hæsta turni heims í Dubai.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá og hér á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×