Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2016 18:00 Guðjón Valur skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%). EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%).
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni