Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. nóvember 2016 18:52 Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Vísir/Getty Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59