Áhangendur Trumps réðust harkalega á mótmælanda nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 16:03 Frá fundi Trumps í Reno. mynd/getty Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59