Samábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun