Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 15:30 Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hafi sótt á Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum eru sigurlíkur hennar umtalsvert meiri en Trump. Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Sé horft til síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum eru ákveðin ríki sem flokka má sem svokölluð sveifluríki (Swing states) þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli kosninga. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía, New Hampshire, Flórída, Norður-Karólina, Ohio, Iowa og Nevada.Sigurlíkurnar samkvæmt tölfræðilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight.Trump hefur sigið fram úr Clinton í ríkjum á borð við Flórída, Ohio, Iowa og Norður-Karólínu þar sem alls 68 kjörmenn eru í boði. Þessi ríki eru í lykilhlutverki fyrir Trump en hann þarf að vinna sigur í þeim öllum til að eiga möguleika á að vinna Clinton. Clinton og helstu samstarfsmenn virðast þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af þessari þróun enda er langt síðan framboð hennar kom auga á sex sveifluríki sem tryggja munu Clinton sigur takist henni að vinna þar. Í öllum þessum sex ríkjum hefur Clinton haft mikla og góða forystu lengst af.Hvaða ríki eru þetta og af hverju eru þau kölluð eldveggur?Michigan - 16 kjörmennVirginía - 13 kjörmennWisconsin - 10 kjörmennColorado - 9 kjörmennPennsylvanía - 20 kjörmennNew Hampshire - 4 kjörmenn Eldveggur er hugtak úr tölvuheiminum og á við hugbúnað sem ver tölvur fyrir utanaðkomandi árásum. Ekkert á að geta komist í gegnum vegginn og þannig er hugtakið nýtt í tengslum við kosningarnar í Bandaríkjunum. Clinton og starfsmenn hennar telja að sama hvað Trump geri geti hann ekki unnið eitt af þessum sex ríkjum á sitt band. Sé miðað við þau ríki sem yfirleitt kjósa frambjóðendur Demókrata nægir Clinton að vinna sigur í þessum sex ríkjum til þess að komast yfir þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Takist það skiptir engu máli þó að Trump vinni sigur í öðrum sveifluríkjum, honum tekst ekki að ná 270 kjörmönnum.Úrslit kosninganna sigri Clinton í hefðbundnum Demókrataríkjum auk lykilríkjanna sex en tapi öðrum sveifluríkjumTöluvert er síðan framboð Clinton hætti að eyða miklu púðri í auglýsingar í þessum ríkjum sem er öruggt merki um að framboðið telji að úrslitin þar séu ráðin. Sumir telja að þetta hafi verið misráðið hjá framboðinu enda hafi framboð Trump eytt miklu í auglýsingar í þessum ríkjum til þess að reyna að komast inn fyrir eldvegg Clinton. Ætli Trump sér sigur þarf hann að næla sér í að minnsta kosti ellefu kjörmenn innan við eldvegg Clinton. Trump hefur sótt á, helst í New Hampshire sem er þó aðeins með fjóra kjörmenn. Bilið hefur einnig minnkað í öðrum ríkjum ogt ljóst er að Clinton og framboð hennar líta þessa þróun alvarlegri augum nú en fyrir nokkrum vikum. Clinton og eiginmaður hennar Bill, ásamt Barack Obama og öðrum þungavigtarmönnum innan Demókrataflokksins stefna á að koma við í þessum ríkjum á lokasprettinum. Kosið verður aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Spennan er mikil þó að Clinton þyki sigurstranglegri. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hafi sótt á Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum eru sigurlíkur hennar umtalsvert meiri en Trump. Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Sé horft til síðustu forsetakosninga í Bandaríkjunum eru ákveðin ríki sem flokka má sem svokölluð sveifluríki (Swing states) þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli kosninga. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía, New Hampshire, Flórída, Norður-Karólina, Ohio, Iowa og Nevada.Sigurlíkurnar samkvæmt tölfræðilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight.Trump hefur sigið fram úr Clinton í ríkjum á borð við Flórída, Ohio, Iowa og Norður-Karólínu þar sem alls 68 kjörmenn eru í boði. Þessi ríki eru í lykilhlutverki fyrir Trump en hann þarf að vinna sigur í þeim öllum til að eiga möguleika á að vinna Clinton. Clinton og helstu samstarfsmenn virðast þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af þessari þróun enda er langt síðan framboð hennar kom auga á sex sveifluríki sem tryggja munu Clinton sigur takist henni að vinna þar. Í öllum þessum sex ríkjum hefur Clinton haft mikla og góða forystu lengst af.Hvaða ríki eru þetta og af hverju eru þau kölluð eldveggur?Michigan - 16 kjörmennVirginía - 13 kjörmennWisconsin - 10 kjörmennColorado - 9 kjörmennPennsylvanía - 20 kjörmennNew Hampshire - 4 kjörmenn Eldveggur er hugtak úr tölvuheiminum og á við hugbúnað sem ver tölvur fyrir utanaðkomandi árásum. Ekkert á að geta komist í gegnum vegginn og þannig er hugtakið nýtt í tengslum við kosningarnar í Bandaríkjunum. Clinton og starfsmenn hennar telja að sama hvað Trump geri geti hann ekki unnið eitt af þessum sex ríkjum á sitt band. Sé miðað við þau ríki sem yfirleitt kjósa frambjóðendur Demókrata nægir Clinton að vinna sigur í þessum sex ríkjum til þess að komast yfir þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Takist það skiptir engu máli þó að Trump vinni sigur í öðrum sveifluríkjum, honum tekst ekki að ná 270 kjörmönnum.Úrslit kosninganna sigri Clinton í hefðbundnum Demókrataríkjum auk lykilríkjanna sex en tapi öðrum sveifluríkjumTöluvert er síðan framboð Clinton hætti að eyða miklu púðri í auglýsingar í þessum ríkjum sem er öruggt merki um að framboðið telji að úrslitin þar séu ráðin. Sumir telja að þetta hafi verið misráðið hjá framboðinu enda hafi framboð Trump eytt miklu í auglýsingar í þessum ríkjum til þess að reyna að komast inn fyrir eldvegg Clinton. Ætli Trump sér sigur þarf hann að næla sér í að minnsta kosti ellefu kjörmenn innan við eldvegg Clinton. Trump hefur sótt á, helst í New Hampshire sem er þó aðeins með fjóra kjörmenn. Bilið hefur einnig minnkað í öðrum ríkjum ogt ljóst er að Clinton og framboð hennar líta þessa þróun alvarlegri augum nú en fyrir nokkrum vikum. Clinton og eiginmaður hennar Bill, ásamt Barack Obama og öðrum þungavigtarmönnum innan Demókrataflokksins stefna á að koma við í þessum ríkjum á lokasprettinum. Kosið verður aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Spennan er mikil þó að Clinton þyki sigurstranglegri.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Litríku dragtirnar hennar Hillary Clinton Forsetakosningar Bandaríkjana eru á morgun og þá er mikilvægt að kíkja yfir dragtirnar sem Clinton hefur boðið upp á í framboðinu. 7. nóvember 2016 14:30
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00