Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira