Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 10:28 Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki þykir sérstaklega mikilvægur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans. Vísir/Getty Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45