„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 15:24 Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú klukkan 15.30 vísir/getty 16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira