Mótmælt fyrir utan Trump Tower: „Donald Trump er ekki minn forseti“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:42 Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03