Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Maccabi Tel Aviv komust loksins á blað í Evrópudeildinni í kvöld.
Þá unnu þeir flottan útisigur, 1-2, á AZ Alkmaar. Maccabi komst þar með upp úr botnsæti riðilsins og sendi AZ þangað.
FH-banarnir í Dundalk eru í öðru sæti en þeir töpuðu toppslagnum gegn Zenit, 1-2, eftir að hafa komist yfir í leiknum.
Viðar Örn var sem fyrr í liði Maccabi og spilaði allan leikinn. Hann komst þó ekki á blað aldrei þessu vant.

