Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Maccabi Tel Aviv komust loksins á blað í Evrópudeildinni í kvöld.
Þá unnu þeir flottan útisigur, 1-2, á AZ Alkmaar. Maccabi komst þar með upp úr botnsæti riðilsins og sendi AZ þangað.
FH-banarnir í Dundalk eru í öðru sæti en þeir töpuðu toppslagnum gegn Zenit, 1-2, eftir að hafa komist yfir í leiknum.
Viðar Örn var sem fyrr í liði Maccabi og spilaði allan leikinn. Hann komst þó ekki á blað aldrei þessu vant.
Fyrstu stigin hjá Viðari og félögum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

