Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. október 2016 07:00 Dolan kardináli ásamt Hillary Clinton, Donald Trump og Melaniu, eiginkonu Trumps, á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York, þar sem brandararnir fuku. Vísir/AFP Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28