Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 13:07 Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Vísir/Getty Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira