Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 19:30 Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira