Kaup AT&T á Time Warner staðfest Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 10:27 Vísir/EPA Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna. Donald Trump Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna.
Donald Trump Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira