Hitað upp fyrir Trump TV? Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 11:32 Donald Trump. Vísir/Getty Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45
Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28