ISIS-liðar sakaðir um frekari ódæði í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 14:27 Vígamenn ISIS hafa kveikt elda í olíulindum og brennisteinsverksmiðju svo eitraðar reykgufur liggja yfir stórum svæðum. Vísir/AFP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00
Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48
Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00