LeBron bað um ís og að sjálfsögðu fékk kóngurinn ís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 17:00 LeBron James og dóttir hans á góðri stundu. Vísir/Getty LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016 NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins