Ræða mikla hernaðaruppbyggingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 11:51 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/AFP Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad Donald Trump Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad
Donald Trump Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira