Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar