NBA: Draumabyrjun Dwyane Wade með Chicago Bulls | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 07:30 Dwyane Wade gat ekki byrjað mikið betur í fyrsta leik sínum með Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann gerði í nótt. Dwight Howard fagnaði líka í frumraun sinni með Atlanta Hawks. San Antonio Spurs byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum. Dwyane Wade skoraði 22 stig og var næststigahæstur í liði Chicago Bulls sem vann 105-99 heimasigur á Boston Celtics. Jimmy Butler skoraði 24 stig. Dwyane Wade hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði samtals sjö þrista á öllu síðasta tímabili þegar hann var leikmaður Miami Heat. Wade spilaði í þrettán tímabil með Miami Heat en samdi öllum að óvörum við Bulls í sumar. Wade var auk stiganna með 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Chicago vann með 15 stigum þegar hann var inná. Taj Gibson bætti við 18 stigum og 10 fráköstum en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 25 stig, Avery Bradley skoraði 16 stig og Jae Crowder var með 14 stig. Dwight Howard tók 19 fráköst auk 11 stiga í fyrsta leik sínum með Atlanta Hawks og Atlanta-liðið nýtti sér það framlag vel og vann 114-99 sigur á Washington Wizards. Paul Millsap var atkvæðamestur í stigaskoruninni með 28 stig og Tim Hardaway Jr. kom með 21 stig inn af bekknum. Markieff Morris var stighæstur hjá Washington með 22 stig. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í öðrum leiknum í röð og San Antonio Spurs varð fyrsta lið deildarinnar til að vinna tvo leiki. Spurs vann þá 102-94 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Kawhi Leonard, skoraði 35 stig í stórsigri á Golden State í fyrsta leik, en nú var hann með 30 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. LaMarcus Aldridge kom næstur með 16 stig. DeMarcus Cousins var með 37 stig og 16 fráköst fyrir Sacramento-liðið. Reynsluboltarnir Pau Gasol (7 stig) og Tony Parker (4 stig) voru aðeins með 11 stig saman og liðið tapaði frekar illa þeim tíma sem þeir voru inná. Blake Griffin og Chris Paul voru allt í öllu þegar Los Angeles Clippers vann 114-106 sigur á Portland Trail Blazers. Griffin var með 27 stig og 13 fráköst en Paul skoraði líka 27 stig og bætti við 5 stoðsendingum og 5 fráköstum. Damian Lillard var með 29 stig og 10 fráköst hjá Portland og Maurice Harkless skoraði 23 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 106-114 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 94-102 Chicago Bulls - Boston Celtics 105-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 114-99 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Dwyane Wade gat ekki byrjað mikið betur í fyrsta leik sínum með Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann gerði í nótt. Dwight Howard fagnaði líka í frumraun sinni með Atlanta Hawks. San Antonio Spurs byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum. Dwyane Wade skoraði 22 stig og var næststigahæstur í liði Chicago Bulls sem vann 105-99 heimasigur á Boston Celtics. Jimmy Butler skoraði 24 stig. Dwyane Wade hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði samtals sjö þrista á öllu síðasta tímabili þegar hann var leikmaður Miami Heat. Wade spilaði í þrettán tímabil með Miami Heat en samdi öllum að óvörum við Bulls í sumar. Wade var auk stiganna með 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Chicago vann með 15 stigum þegar hann var inná. Taj Gibson bætti við 18 stigum og 10 fráköstum en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 25 stig, Avery Bradley skoraði 16 stig og Jae Crowder var með 14 stig. Dwight Howard tók 19 fráköst auk 11 stiga í fyrsta leik sínum með Atlanta Hawks og Atlanta-liðið nýtti sér það framlag vel og vann 114-99 sigur á Washington Wizards. Paul Millsap var atkvæðamestur í stigaskoruninni með 28 stig og Tim Hardaway Jr. kom með 21 stig inn af bekknum. Markieff Morris var stighæstur hjá Washington með 22 stig. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í öðrum leiknum í röð og San Antonio Spurs varð fyrsta lið deildarinnar til að vinna tvo leiki. Spurs vann þá 102-94 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Kawhi Leonard, skoraði 35 stig í stórsigri á Golden State í fyrsta leik, en nú var hann með 30 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. LaMarcus Aldridge kom næstur með 16 stig. DeMarcus Cousins var með 37 stig og 16 fráköst fyrir Sacramento-liðið. Reynsluboltarnir Pau Gasol (7 stig) og Tony Parker (4 stig) voru aðeins með 11 stig saman og liðið tapaði frekar illa þeim tíma sem þeir voru inná. Blake Griffin og Chris Paul voru allt í öllu þegar Los Angeles Clippers vann 114-106 sigur á Portland Trail Blazers. Griffin var með 27 stig og 13 fráköst en Paul skoraði líka 27 stig og bætti við 5 stoðsendingum og 5 fráköstum. Damian Lillard var með 29 stig og 10 fráköst hjá Portland og Maurice Harkless skoraði 23 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 106-114 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 94-102 Chicago Bulls - Boston Celtics 105-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 114-99
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins