Uber gert að greiða breskum bílstjórum sínum lágmarkslaun Atli ísleifsson skrifar 28. október 2016 14:23 Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira