Uber gert að greiða breskum bílstjórum sínum lágmarkslaun Atli ísleifsson skrifar 28. október 2016 14:23 Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að bílstjórar á vegum Uber verði skilgreindir sem starfsmenn fyrirtæksins í stað sjálfstætt starfandi. Úrskurður dómstólsins þýðir að bílstjórarnir eigi rétt á launuðu sumarleyfi, lágmarkslaunum og fleiri fríðindum sem fylgja því að vera skilgreindir sem starfsmenn fyrirtækis. Úrskurðurinn er talinn vera mikið áfall fyrir Uber, en um 40 þúsund bílstjórar starfa fyrir fyrirtækið í Englandi og Wales. Í frétt Independent segir að Uber muni áfrýja málinu. Úrskurðurinn mun að öllum líkindum einnig hafa áhrif á starfsemi fleiri fyrirtækja með sambærileg viðskiptamódel. Jo Bertram, framkvæmdastjóri Uber í Bretlandi, segir að tugþúsundir manna starfa fyrir Uber þar sem þeir vilja einmitt vera sjálfstætt starfandi og ráða sér sjálfir. „Yfirgnæfandi meirihluti bílstjóra sem nota Uber appið vilja halda frelsinu og sveigjanleikanum og keyra þegar og þar sem þeir vilja.“ Tveir starfsmenn Uber fóru með málið fyrir dóm þar sem þeir sögðu Uber stjórna vinnu þeirra, sem þýddi að þeir væru í raun starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hefðu hins vegar engin réttindi.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira