Enski boltinn

Arnar Freyr og Atli Ævar skoruðu báðir fjögur mörk

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson er að spila vel.
Arnar Freyr Arnarsson er að spila vel. mynd/kristianstad
Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir sænsku meistarana í Kristianstad þegar þeir unnu Karlskrona, 33-18, í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi í kvöld.

Arnar Freyr, sem verður með íslenska landsliðinu í næstu leikjum, skoraði fimm mörk í sigri liðsins í vikunni úr fimm skotum en hann er að byrja mjög vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk og Gunnar Steinn Jónsson eitt en Kristianstad er á toppnum í deildinni með fjórtán stig eftir átta umferðir.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði einnig fjögur mörk af línunni eins og Arnar Freyr þegar lið hans Sävehof lagði Ystad, 32-27. Atli og félagar hans eru með tólf stig eftir átta umferðir í baráttunni við Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×