Clinton með yfirgnæfandi forskot samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2016 16:32 Clinton getur verið sátt með undanfarnar vikur. Vísir/AFP Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49
Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00