Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2016 07:00 Donald Trump ásamt Chris Christie ríkisstjóra. vísir/afp Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50
Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00