90% stúlkur? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2016 09:00 Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%?
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar