Konur saka Trump um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 07:40 Donald Trump. Vísir/Getty Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira