Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 08:14 Donald Trump Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30