Sækja af fullum krafti að Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2016 11:45 Frá nágrenni Mosul. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58