Hver kvikmynd er flöskuskeyti og draumur Magnús Guðmundsson skrifar 1. október 2016 11:00 Borys Lankosz kvikmyndaleikstjóri segir að það geti fylgt því átök að takast á við alþjóðavæðingu pólskra kvikmynd og halda í listræna hefð í senn. Visir/Eyþór Það er sterk kvikmyndahefð í Póllandi og á síðustu árum hefur verið gríðarlegur uppgangur í greininni. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að Pólland fær sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á meðal gesta frá Póllandi er leikstjórinn Borys Lankosz en hann segir að upphaf listrænna pólskra kvikmynda megi rekja til áranna eftir seinna stríð. „Eftir stríðið vorum við í fyrsta skipti í 123 ár ekki hersetin þjóð og þá ríktu gleðin og afþreyingin. Í kvikmyndunum fór svo að koma fram ný kynslóð leikstjóra á borð við Andrzej Wajda og margir voru innblásnir af ítölskum kvikmyndum. En það mikilvægasta sem gerðist á þessum tíma er að kvikmyndaskólinn í Lodz komst á laggirnar og hann átti eftir að hafa mikil áhrif. Í framhaldinu kom svo nýbylgjan með Roman Polanski og á áttunda áratugnum komu Agnieszka Holland og Krzysztof Kieslowski fram á sjónarsviðið með sín verk. Við hrun kommúnimans urðu svo auðvitað miklar og örar þjóðfélagsbreytingar en kvikmyndirnar náðu aldrei að vera í takti við það ástand. Við vorum auðvitað öll dálítið ringluð á þessum árum og það eðlilega.“Þensla og hefð En fyrir tíu árum fóru hlutirnir að gerast. Pólska kvikmyndastofnunin var sett á laggirnar og það gjörbreytti landslaginu fjárhagslega því það var farið að fjárfesta markvisst í kvikmyndagerðinni. Síðustu ár hafa því verið hreint út sagt ótrúleg. Fyrir tíu árum voru kvikmyndahúsagestir sem sóttu að jafnaði pólskar myndir um sjö hundruð þúsund talsins á ári en á síðasta ári voru þeir tíu milljónir. Pólskir áhorfendur vilja nú koma og sjá pólskar myndir og þar með hafa kvikmyndirnar líka orðið sífellt betri. Þetta hefur verið stórkostleg þróun og það er athyglisvert að margar þeirra mynda sem hafa verið framleiddar á þessum tíma hafa ákveðin tengsl við þær myndir sem voru framleiddar á sjötta og sjöunda áratugnum sem margir líta á sem sterkasta tímabilið í pólskri kvikmyndasögu til þessa.“ Borys segir að pólskar kvikmyndir hafi löngum leitast við að takast á við sögu þjóðarinnar. Óskarsverðlaunamyndin Ida sé nýjasta dæmið um slíkt. „Þetta snýst um sjálfsmynd. En það er samt ákveðin nálgun sem er auðskiljanleg fyrir pólska áhorfendur sem er nánast óskiljanleg fyrir aðra. Þetta er arfleifð frá kommúnismanum þegar allt var ritskoðað. Þá lærðum við að ýja að hlutunum og það var nóg til þess að allir vissu hvað við vorum að segja. Við búum ekki við slíka ritskoðun í dag og við þurfum að venja okkur af þessu ef svo má segja. Læra að tala við breiðari hóp því myndirnar okkar eru að verða sífellt alþjóðlegra fyrirbæri. Þannig að við erum að takast á við að stækka og verða alþjóðlegri um leið og við leitumst við að halda í okkar listrænu hefð og tjáningu.“Flöskuskeyti En hvaða augum skyldi Borys Lankosz líta hlutverk kvikmyndanna í nútímasamfélagi? „Fyrir mér eru kvikmyndir eins og flöskuskeyti. Þetta er persónulegt ævintýri þar sem ég reyni að gera mínar myndir á eins heiðarlegan og beinskeyttan hát og ég get. Ég reyni að treysta því að það sem skiptir mig máli muni líka skipta mína áhorfendur máli og þannig varpa ég minni kvikmynd fram, kasta henni út í áhorfendahafið og vona að einhver fái skilaboðin.“ Borys útskrifaðist frá hinum fræga Lodz-kvikmyndaskóla og segir skólann hafa mótað hann mikið. „Minn meistari var Wojciech Has, höfundur Saragossa-handritsins. Hann setti okkur fyrir það verkefni að búa til tíu mínútna langa mynd án þess að nota eitt einasta orð sem er mjög svo í anda hans mynda. Ég fékk að setjast niður með honum, þessum manni sem var eins og guð fyrir mér, og sýna honum fimm blaðsíðna handritið mitt. Hann fletti í gegnum þetta á meðan hann reykti og sagði svo: „Hvað er þetta?“ Ég stamaði því út úr mér að þetta væri draumur aðalpersónunnar. Hann horfði beint í augun á mér og sagði: „Í kvikmynd undir minni listrænu yfirstjórn dreymir engan neitt.“ Has er frægur fyrir draumkenndar kvikmyndir svo ég mátti til með að spyrja hvað væri málið. Hann sagði: „Kvikmynd er draumur. Ef þú ætlar að vera með draum innan draums þá er eins gott að það hafi skýran tilgang.“ Síðan töluðum við um kvikmyndir. Þetta var stund sem breytti lífi mínu og ég mun aldrei gleyma.“ Menning RIFF Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Það er sterk kvikmyndahefð í Póllandi og á síðustu árum hefur verið gríðarlegur uppgangur í greininni. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að Pólland fær sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á meðal gesta frá Póllandi er leikstjórinn Borys Lankosz en hann segir að upphaf listrænna pólskra kvikmynda megi rekja til áranna eftir seinna stríð. „Eftir stríðið vorum við í fyrsta skipti í 123 ár ekki hersetin þjóð og þá ríktu gleðin og afþreyingin. Í kvikmyndunum fór svo að koma fram ný kynslóð leikstjóra á borð við Andrzej Wajda og margir voru innblásnir af ítölskum kvikmyndum. En það mikilvægasta sem gerðist á þessum tíma er að kvikmyndaskólinn í Lodz komst á laggirnar og hann átti eftir að hafa mikil áhrif. Í framhaldinu kom svo nýbylgjan með Roman Polanski og á áttunda áratugnum komu Agnieszka Holland og Krzysztof Kieslowski fram á sjónarsviðið með sín verk. Við hrun kommúnimans urðu svo auðvitað miklar og örar þjóðfélagsbreytingar en kvikmyndirnar náðu aldrei að vera í takti við það ástand. Við vorum auðvitað öll dálítið ringluð á þessum árum og það eðlilega.“Þensla og hefð En fyrir tíu árum fóru hlutirnir að gerast. Pólska kvikmyndastofnunin var sett á laggirnar og það gjörbreytti landslaginu fjárhagslega því það var farið að fjárfesta markvisst í kvikmyndagerðinni. Síðustu ár hafa því verið hreint út sagt ótrúleg. Fyrir tíu árum voru kvikmyndahúsagestir sem sóttu að jafnaði pólskar myndir um sjö hundruð þúsund talsins á ári en á síðasta ári voru þeir tíu milljónir. Pólskir áhorfendur vilja nú koma og sjá pólskar myndir og þar með hafa kvikmyndirnar líka orðið sífellt betri. Þetta hefur verið stórkostleg þróun og það er athyglisvert að margar þeirra mynda sem hafa verið framleiddar á þessum tíma hafa ákveðin tengsl við þær myndir sem voru framleiddar á sjötta og sjöunda áratugnum sem margir líta á sem sterkasta tímabilið í pólskri kvikmyndasögu til þessa.“ Borys segir að pólskar kvikmyndir hafi löngum leitast við að takast á við sögu þjóðarinnar. Óskarsverðlaunamyndin Ida sé nýjasta dæmið um slíkt. „Þetta snýst um sjálfsmynd. En það er samt ákveðin nálgun sem er auðskiljanleg fyrir pólska áhorfendur sem er nánast óskiljanleg fyrir aðra. Þetta er arfleifð frá kommúnismanum þegar allt var ritskoðað. Þá lærðum við að ýja að hlutunum og það var nóg til þess að allir vissu hvað við vorum að segja. Við búum ekki við slíka ritskoðun í dag og við þurfum að venja okkur af þessu ef svo má segja. Læra að tala við breiðari hóp því myndirnar okkar eru að verða sífellt alþjóðlegra fyrirbæri. Þannig að við erum að takast á við að stækka og verða alþjóðlegri um leið og við leitumst við að halda í okkar listrænu hefð og tjáningu.“Flöskuskeyti En hvaða augum skyldi Borys Lankosz líta hlutverk kvikmyndanna í nútímasamfélagi? „Fyrir mér eru kvikmyndir eins og flöskuskeyti. Þetta er persónulegt ævintýri þar sem ég reyni að gera mínar myndir á eins heiðarlegan og beinskeyttan hát og ég get. Ég reyni að treysta því að það sem skiptir mig máli muni líka skipta mína áhorfendur máli og þannig varpa ég minni kvikmynd fram, kasta henni út í áhorfendahafið og vona að einhver fái skilaboðin.“ Borys útskrifaðist frá hinum fræga Lodz-kvikmyndaskóla og segir skólann hafa mótað hann mikið. „Minn meistari var Wojciech Has, höfundur Saragossa-handritsins. Hann setti okkur fyrir það verkefni að búa til tíu mínútna langa mynd án þess að nota eitt einasta orð sem er mjög svo í anda hans mynda. Ég fékk að setjast niður með honum, þessum manni sem var eins og guð fyrir mér, og sýna honum fimm blaðsíðna handritið mitt. Hann fletti í gegnum þetta á meðan hann reykti og sagði svo: „Hvað er þetta?“ Ég stamaði því út úr mér að þetta væri draumur aðalpersónunnar. Hann horfði beint í augun á mér og sagði: „Í kvikmynd undir minni listrænu yfirstjórn dreymir engan neitt.“ Has er frægur fyrir draumkenndar kvikmyndir svo ég mátti til með að spyrja hvað væri málið. Hann sagði: „Kvikmynd er draumur. Ef þú ætlar að vera með draum innan draums þá er eins gott að það hafi skýran tilgang.“ Síðan töluðum við um kvikmyndir. Þetta var stund sem breytti lífi mínu og ég mun aldrei gleyma.“
Menning RIFF Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira