Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2016 15:15 Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011. Nóbelsverðlaun Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent