Viðskipti erlent

Bein útsending: Hvað er Google að fara að kynna?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Er þetta nýjasti sími Google?
Er þetta nýjasti sími Google? Visir/Google
Bandaríski tæknirisinn heldur síðar í dag kynningu á nýjustu vörum sínum. Kynningin fer fram klukkan fjögur í dag og má sjá í beinni útsendingu hér að neðan.

Fastlega er gert ráð fyrir að Google kynni til leiks nýja síma, fartölvu og hátalara svo dæmi séu tekin.

Pixel og Pixel XL

Google hefur um árabil gefið út síma undir merkinu Nexus. Símarnir hafa gjarnan verið mjög öflugir og flaggskip Android-stýrikerfisins. Búist er við að Google kynni uppfærslu sína á símunum í dag og að þeir muni fá nýtt nafn, Pixel.

Búist er við að síminn komi í tveimur stærðum, fimm tommu síma sem nefnist Pixel og örlítið stærri útgáfu, Pixel XL.

Símafyrirtækið HTC hannar símana sem skarta 12 megapixla myndavél, 4 gígabæta innraminni og 32gb minniskorti.

Einnig er búist við að Google kynni sjö tommu spjaldtölvu til leiks, nýtt stýrikerfi fyrir fartölvur auk þess sem að Chromecast Ultra, tæki sem streymir efni úr tölvum yfir í sjónvarp. 

Sjá má nánari yfirferð yfir það sem talið er að Google muni kynna á vef The Next Web en hér að neðan má sjá nýjustu færslur frá aðgangi Google á Twitter.


Tengdar fréttir

Vilja þráðlaust net um allan heim

Tæknifyrirtækið Google vill opna fyrir þráðlaust net í lestarstöðvum, kaffi húsum, verslunarmiðstöðvum og víðar um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×