Áhyggjufullt ævikvöld Preben Jón Pétursson skrifar 5. október 2016 14:46 Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar