Nýr Ford Bronco verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 15:48 Gæti nýr Bronco litið einhvernveginn svona út? Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent
Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent