Nýr Ford Bronco verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 15:48 Gæti nýr Bronco litið einhvernveginn svona út? Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent