Kjóstu bara eins og pabbi Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. október 2016 16:26 Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun