Innlent

Lentu í Eyjum vegna gangtruflana

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/óskar friðriksson
Lenda þurfti lítilli eins hreyfils flugvél í Vestmannaeyjum í morgun eftir að gangtruflanir gerðu vart við sig í mótornum. Vélin var á leið frá Reykjavík til Skotlands og voru tveir innanborðs; karl og kona.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lék grunur á að um væri að ræða ísingu í eldsneyti og því tekin ákvörðun um að lenda á næsta flugvelli. Lendingin gekk vel, þrátt fyrir töluvert hvassviðri.

Fólkið hefur enn sem komið er ekki haldið för sinni til Skotlands áfram, en nokkuð hvasst er í Vestmannaeyjum þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×